Enski boltinn

Bournemouth öruggt eftir sigur

Dagur Lárusson skrifar
Ryan Fraser fagnar.
Ryan Fraser fagnar. Vísir/Getty
Ryan Fraser tryggði Bournemouth áframhaldandi veru í ensku úrvalsdeildinni eftir að mark hans reyndist vera eina mark leiksins í viðureign Bournemouth og Swansea.

 

Liðsmenn Bournemouth þurfti aðeins tvö stig til viðbótar fyrir leikinn til þess að vera öryggir og spiluðu þeir með mikilli sannfæringu frá fyrstu mínútu.

 

Á 37. mínútu fékk Bournemouth síðan aukaspyrnu sem þeir spiluðu stutt á Ryan Fraser á vítateigsboganum sem skaut að marki og beint í netið og var staðan 1-0 allt til loka leiksins.

 

Eftir leikinn er Swansea í 17. sæti með 33 stig, einu á undan Southampton sem á tvo leiki til góða.

 

West Ham United gerði slíkt hið sama og Bournemouth og tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili eftir 2-0 sigur á Leicester. Það voru þeir Joao Mario og Mark Noble sem skoruðu mörk West Ham.

 

Að lokum var það Watford sem bar sigur úr bítum gegn Newcastle en bæði lið eru örugg og því í miðjumoði. Það voru þeir Roberto Pereyra og Andre Gray sem skoruðu mörk Watford á meðan Ayoze Perez minnkaði muninn fyrir Newcastle í seinni hálfleiknum.

 

Úrslit dagsins:

 

Bournemouth 1-0 Swansea

Leicester 0-2 West Ham

Watford 2-1 Newcastle

WBA 1-0 Tottenham

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×