Enski boltinn

Risar mætast á Brúnni | Upphitun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er hörku sunnudagur framundan í enska boltanum í dag en þrír leikir eru á dagskrá í dag. Einn Íslendingur verður í eldlínunni.

Í fyrsta leik dagsins fá Englandsmeistarar Manchester City nýliða Huddersfield í heimsókn en flautað verður til leiks klukkan 12.30.

City freistar þess að brjóta 100 stiga múrinn en liðið er nú með 93 stig er liðið á þrjá leiki eftir. Huddersfield er í sextánda sæti með 35 stig og er langt frá því að vera sloppið en liðið er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley heimsækja svo Arsenal klukkan 15.30 en liðin eru í sjötta og sjöunda sætinu. Arsenal er þremur stigum á undan Burnley og á leik til góða á Burnley en bæði lið spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Á sama tíma, eða klukkan 15.30, er svo stórleikur helgarinnar er Liverpool heimsækir Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar með 72 stig en Chelsea er í fimmta með 66.

Tottenham tapaði í gær svo Chelsea getur minnkað muninn á liðunum niður í tvö stig en liðin berjast um síðasta Meistaradeildarsætið. Liverpool reynir að ógna Man. Utd í öðru sætinu en United er með 77 stig.

Leikir dagsins:

12.30 Man. City - Huddersfield (Í beinni)

15.30 Arsenal - Burnley (Í beinni)

15.30 Chelsea - Liverpool (Í beinni)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×