Enski boltinn

Guardiola og Wenger sendu batakveðjur á Ferguson

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger og Ferguson á dögunum er Wenger kom með Arsenal á Old Trafford í hinsta sinn.
Wenger og Ferguson á dögunum er Wenger kom með Arsenal á Old Trafford í hinsta sinn. vísir/afp
Pep Guardiola og Arsene Wenger, stjórar Man. City og Arsenal, sendu báðir kveðjur á Sir Alex Ferguson á blaðamannafundum sínum eftir leik City og Arsenal í dag.

Eins og Vísir greindi frá í gær var Ferguson fluttur með hraði á sjukrahús eftir að hann fékk heilablóðfall á heimili sínu. Guardiola og Wenger nýttu tækifærið í dag og sendu kveðjur á Ferguson.

„Brian Kidd, sem er hér núna, starfaði lengi með Sir Alex. Svo risa knús og hugur okkar er með konunni hans, Cathy og Manchester United fjölskyldunni,” sagði Guardiola og bætti við:

„Ég er ánægður með að hafa farið í kvöldmat með honum fyrir tveimur viku og vonandi getur hann náð sér eins og fljótt og hægt er.”

Wenger tók í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Manchester City og sendi hugheilar kveðjur á Skotann. Hann byrjaði blaðamannafund sinn á kveðjunum.

„Áður en ég byrja vil ég óska þess að Ferguson nái sér mjög, mjög fljótt. Ég er með áhyggjur því við vorum saman í síðustu viku. Ég treysti á karakter og bjartsýni hans að ná að komast yfir þetta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×