Fótbolti

Heimir á toppnum í Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir er að gera glæsilega hluti í Færeyjum.
Heimir er að gera glæsilega hluti í Færeyjum. vísir/eyþór
Heimir Guðjónsson heldur áfram að gera góða hluti með HB í færeysku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en HB vann 5-0 sigur á AB í dag.

Sigurinn var sjötti sigurleikur Heimis og lærisveina hans í röð í deildinni en liðið vann einnig 4-0 sigur á B68 í bikarnum í militíðinni.

HB er á toppi deildarinnar með 22 stig eftir níu leiki en fyrstu umferðinni er því lokið. Þrjár umferðir eru spilaðar í færeysku deildinni.

Frábær byrjun Heimis í Færeyjum en hann er með þriggja stiga forskot á toppnum. Brynjar Hlöðversson leikur með HB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×