Enski boltinn

Kompany sér ekki eftir einni mínútu í endurhæfingunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kompany ánægður með bikarinn í dag.
Kompany ánægður með bikarinn í dag. vísir/getty
Vincent Kompany, fyrirliði Englandsmeistara Manchester City, segir að allur sá tími sem hann eyddi í ræktinni síðasta sumar sé þess virði núna þegar liðið stendur uppi sem meistari.

Kompany segir að hann hafi lagt mikið á sig síðasta sumar til þess að koma sér af stað eftir meiðsli og efaðist ekki í eina sekúndu um að hann myndi lyfta öðrum titli fyrir City.

„Ég efaðist aldrei að ég kæmi til baka. Ég vissi það að þegar ég meiddist að þá gætu komið augnablik eins og þetta og ég vildi vera partur af því,” sagði Kompany eftir að titillinn fór á loft.

„Ég var alltaf jákvæður að koma til baka og þetta þýðir svo mikið fyrir mig. Þetta var virði hverrar einustu mínútu í ræktinni.”

„Það hafa margir leikmanna okkar verið inn og út og það hafði enginn áhrif á okkur. Það sýnir hversu stóran hóp við erum með og að þjálfarateymið er að gera frábæra hluti.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×