Enski boltinn

Souness segir að City þurfi að eyða peningum í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Souness segir að City þurfi að eyða og er viss um að þeir geri það.
Souness segir að City þurfi að eyða og er viss um að þeir geri það. vísir/getty
Greame Souness, fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool, segir að Englandsmeistarar Manchester City verði að eyða peningum í sumar ætli liðið að halda sér á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

City fékk Englandsmeistaratitilinn afhentan í gær eftir markalaust jafntefli gegn Huddersfield á Etihad-leikvanginum en þeir urðu meistarar í síðasta mánuði.

„Núna er tími til þess að styrkja liðið. Það er enginn vafi á því að þeir munu styrkja sig. Þeir eru bestir núna og stigasöfnunin segir það,” sagði Souness og kom með skemmtilega sögu frá sínum tíma sem leikmaður:

„Ég man eftir þegar Bob Paisley þjálfaði okkur hjá Liverpool. Við unnum Evrópubikarinn og deildina en hann var ekki sáttur. Hann fór og reyndi að finna einhvern til að koma inn. Þetta er besti tíminn til þess að gera þetta þegar þú ert á toppnum.”

City hefur unnið 31 leik á tímabilinu af þeim 36 sem liðið hefur spilað en liðið getur bætt met með að vinna annan af leikjunum sem liðið á eftir.

„Stuðningsmennirnir eru að lifa drauminn. City var lengi vel félag sem var jójó-lið og svo skiptu þeir um eigendur. Núna eru þeir með lið sem er að berjast við öll stóru félögin.”

„Sumir þessara stuðningsmanna hafa væntanlega upplifað slæmu tímana einnig og þeir trúa ekki því sem þeir eru að sjá. Þeir eru liðið sem önnur lið verða að ná og þú munt bara sjá þá styrkjast í sumar.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×