Enski boltinn

Carrick um veikindi Ferguson: „Var áhyggjufullur um minn fyrrum stjóra og vin“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ferguson og Carrick á góðri stundu.
Ferguson og Carrick á góðri stundu. vísir/getty
Michael Carrick, fyrrum miðjumaður Man. Utd og enska landsliðsins, segir að hann hafi ekki trúað fréttunum að fyrrum stjóri hans hjá Man. Utd, Sir Alex Ferguson, væri á gjörgæslu vegna veikinda.

„Ég var algjörlega í rúst. Ég fékk skilaboð á laugardaginn og ég gat ekki trúað þessu. Ég var í rúst,” sagði Carrick í samtali við MUTV, sjónvarpsstöð United.

„Ég hélt ró minni og talaði við fólk hjá félaginu til þess að athuga það hvernig hann hafði það. Allur heimurinn hefur sýnt honum stuðning og ég var áhygjufullur. Hann er minn fyrrum stjóri og vinur, eins og allra.”

„Það var vegna áhrifanna hans á allra. Hann hefur mikla þýðingu fyrir mig eins og gerir fyrir félagið. Þetta var erfiður laugardagur og við vorum að bíða eftir jákvæðum fréttum.”

„Við vorum að biðja fyrir honum og hugsa til hans, konuna hans og fjölskyldu. Þetta er erfiður tími en ég hugsa jákvætt og hugsa að hann komist í gegnum þetta,” sagði hinn magnaði Carrick að lokum.

Ferguson vann 13 Englandsmeistaratitla með United en líða hans var sögð stöðug í gær. Beðið er eftir frekari fréttum af Skotanum.


Tengdar fréttir

Ferguson áfram á gjörgæslu

Sir Alex Ferguson er áfram á sjúkrahús eftir að hafa gengist undir aðgerð á laugardag eftir að hafa fengið heilablóðfall á heimili sínu fyrr þann daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×