Innlent

Skoða kosti þess að setja sund­laug á fyrir­hugaða brú yfir Foss­voginn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Fyrirhugað er að byggja brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í Kópavogi.
Fyrirhugað er að byggja brú yfir Fossvoginn frá Kársnesi í Kópavogi. Vísir/Vilhelm
Skipulagsráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að skoðaðir verðir kostir þess að koma fyrir sundlaug á fyrirhugaðri brú á milli Kársness og suðurenda Reykjavíkurflugvallar. Málinu hefur verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Í tillögu sem er á vinnslustigi er gert ráð fyrir um 270 metra langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar.

Markmið með brúnni er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Tillagan er unnin af Alta fyrir hönd Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina.

Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×