Enski boltinn

Sjáðu sigurmark Fellaini og markaveislu City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marouane Fellaini tryggði Manchester United sigur á Arsenal með marki í uppbótartíma leiks liðanna á Old Trafford í gær.

Paul Pogba hafði komið United yfir í fyrri hálfleik eftir að Alexis Sanchez átti skalla í stöngina. Fyrrum United leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan jafnaði metin fyrir Arsenal í seinni hálfleik áður en Fellaini skoraði sigurmarkið.

Manchester City vann West Ham á útivelli í fimm marka leik þar sem Englandsmeistararnir buðu upp á enn eina markaveisluna.

Leroy Sane kom City á bragðið á 13. mínútu áður en Pablo Zabaleta skoraði sjálfsmark og tvöfaldaði forystu City. Það var jafnframt 100. mark City í úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Aaron Cresswell lagaði stöðuna fyrir West Ham fyrir leikhlé en Gabriel Jesus og Fernandinho bættu tveimur mörkum við í seinni hálfleik og 4-1 sigur City í höfn.

Öll mörkin sem og önnur atvik leikjanna má sjá í sjónvarpsgluggunum með fréttinni.

Manchester United - Arsenal 2-1
West Ham - Manchester City 1-4



Fleiri fréttir

Sjá meira


×