Enski boltinn

Fellaini nálgast nýjan samning við United

Maraoune Fellaini hefur glímt við meiðsli á tímabilinu
Maraoune Fellaini hefur glímt við meiðsli á tímabilinu vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði Marouane Fellaini vera nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Samningur Belgans rennur út í lok tímabilsins og getur hann því farið á frjálsri sölu á önnur mið óski hann þess. Fellaini skoraði sigurmarkið gegn Arsenal í gær sem tryggði United sæti í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

„Staðan er þannig að við erum næstum því búin að semja,“ sagði Mourinho eftir sigurinn á Arsenal.

„En í fótboltaheiminum þá er næstum því ekki nóg. Ég held við séum nálægt því að semja en ég get ekki fagnað strax því nálægt er ekki nóg.“

„Ég vil sjá hvítt blað með merki United, undirskrift Ed Woodward og undirskrift Marouane,“ sagði Portúgalinn.

Fellaini hefur verið á Old Trafford frá því 2013 þegar David Moyes fékk hann til félagsins frá Everton. Hann á 19 mörk í 154 leikjum fyrir United.


Tengdar fréttir

Sjáðu sigurmark Fellaini og markaveislu City

Marouane Fellaini tryggði Manchester United sigur á Arsenal með marki í uppbótartíma leiks liðanna á Old Trafford í gær. Manchester City vann sigur á West Ham í fimm marka leik.

Fellaini hetjan á Old Trafford eftir dramatík

Jose Mourinho tekur á móti Arsene Wenger í stórleik umferðarinnar í Manchester í dagMarouane Fellaini var herja Manchester United er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Arsenal á Old Trafford í dag. Lokatölur 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×