Enski boltinn

Xhaka varðist „eins og 12 ára krakki úti í garði“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Xhaka reynir tæklinguna á Paul Pogba
Xhaka reynir tæklinguna á Paul Pogba vísir/getty
Fyrrum leikmaðurinn og knattspyrnusérfræðingurinn Graeme Souness gagnrýndi Granit Xhaka harkalega fyrir frammistöðu hans í leik Arsenal og Manchester United í gær og sakaði hann um barnalegan varnarleik.

Xhaka átti stóran þátt í fyrsta marki Manchester United sem Paul Pogba skoraði í fyrri hálfleik liðanna á Old Trafford í gær. Hann renndi sér í tæklingu fyrir utan teiginn sem Frakkinn komst auðveldlega framhjá og upp úr því skoraði hann svo fyrsta mark leiksins.

„Þetta er barnalegur fótbolti. Þetta er fáránlegt. Hann gerir þetta bara fyrir myndavélarnar,“ sagði Souness sem var sérfræðingur í setti hjá Sky Sports.

„Hvað er hann að gera? Þetta er gervifótbolti, eitthvað sem þú sérð 12 ára krakka gera úti í garði.“

„Þessi maður er 25 ára gamall og hann hefur verið hjá Arsenal í tvö ár. Ég efast um að þetta sé í fyrsta skipti sem hann gerir þetta í leik og hann gerir þetta á æfingum. Afhverju er enginn búinn að benda honum á að svona gerir maður ekki? Þetta kostaði þá markið,“ sagði Souness.

Arsenal tapaði leiknum gegn United 2-1 og missti með tapinu endanlega af möguleika á því að enda í einu af efstu fjórum sætum deildarinnar sem gefa sæti í Meistaradeild Evrópu.


Tengdar fréttir

Fellaini hetjan á Old Trafford eftir dramatík

Jose Mourinho tekur á móti Arsene Wenger í stórleik umferðarinnar í Manchester í dagMarouane Fellaini var herja Manchester United er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Arsenal á Old Trafford í dag. Lokatölur 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×