Enski boltinn

„Heilinn“ hættir tímabundið hjá Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Buvac og Klopp hafa starfað saman lengi
Buvac og Klopp hafa starfað saman lengi vísir/getty
Hægri hönd Jurgen Klopp, aðstoðarþjálfarinn Zeljko Buvac, hefur yfirgefði herbúðir Liverpool tímabundið. Félagið staðfesti þetta í morgun.

Buvac, sem oft er kallaður „heilinn,“ tekur sér frí frá störfum í kringum aðallið Liverpool vegna persónulegra ástæðna samkvæmt tilkynningu félagsins.

Hann er þó ekki alfarið hættur störfum hjá félaginu.

Buvac hefur verið aðstoðarmaður Klopp í nærri tuttugu ár, en hann var við hlið Þjóðverjans bæði hjá Mainz og Borussia Dortmund.

Liverpool mætir Roma í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×