Enski boltinn

Messan: Of lítið og of seint hjá Chelsea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chelsea er tveimur stigum frá fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Swansea um helgina. Munurinn getur þó aukist í fimm stig vinni Tottenham Watford í kvöld.

Strákarnir í Messunni á Stöð 2 Sport ræddu möguleika Chelsea á því að krækja í Meistaradeildarsæti á síðustu metrunum.

„Það er oft sagt að spilamennska liðs endurspegli hugarfar þjálfarans og manni hefur fundist það í vetur að það hefur verið pirringur í Conte og vondur taktur í Chelsea liðinu en þeir geta alveg komið aftan að þeim. Þeir eru aðeins að banka á dyrnar að laumast aftan að Tottenham og Liverpool,“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn sérfræðinga Messunnar.

„Gefum okkur það að Chelsea vinni Liverpool, um næstu helgi, þá mun Liverpool alltaf nægja að vinna Brigthon í lokaleik á Anfield, en mér finnst það bara of langsótt að Liverpool klikki þar,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

„Þó að Chelsea vinni rest þá er það bara of lítið og of seint,“ bætti hann við.

Chelsea á þrjá leiki eftir í deildinni en Liverpool tvo. Tottenham á eftir að spila fjóra, þar með talinn leikinn gegn Watford í kvöld.

Lokaleikir Chelsea:

6. maí gegn Liverpool á heimavelli

9. maí gegn Huddersfield á heimavelli

13. maí gegn Newcastle á útivelli

Lokaleikir Liverpool:

6. maí gegn Chelsea á útivelli

13. maí gegn Brighton á heimavelli

Lokaleikir Tottenham:

30. apríl gegn Watford á heimavelli

5. maí gegn West Brom á útivelli

9. maí gegn Newcastle á heimavelli

14. maí gegn Leicester á heimavelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×