Enski boltinn

Segir Tottenham fórnarlamb eigin velgengni og fjórum árum á undan áætlun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham. vísir/afp
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, segir liðið vera fórnarlamb eigin velgengni og að það sé fjórum árum á undan áætlun í þróun sinni.

Argentínumaðurinn var ráðinn til starfa árið 2014 og gert að koma liðinu í Meistaradeildina á öðru ári á nýja vellinum sem verður tekinn í gagnið á næstu leiktíð.

Tottenham mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og verður skrefi nær Meistaradeildinni með sigri sem yrði þá þriðja árið í röð sem liðið verður á meðal þeirra bestu í Evrópu.

„Við erum fórnarlömb eigin velgengni því við erum á undan áætlun,“ segir Pochettino.

„Ég vil minna ykkur á að á mínum fyrsta fundi með stjórnarformanninum var áætlað að spila á nýjum velli eftir fjögur ár og búa til lið sem gæti keppt við þá bestu á öðru ári á nýja vellinum.“

„Þegar að ég kom hingað þurfti Tottenham á einkenni að halda sem og aga og reglum. Það þurfti umhverfi til að búa til unga leikmenn og þetta gerðum við allir saman,“ segir Mauricio Pochettino.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×