Enski boltinn

Allegri líklegastur til að taka við af Wenger samkvæmt veðbönkum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allegri er eftirsóttur.
Allegri er eftirsóttur. vísir/getty
Arsenal er í stjóraleit enda ætlar Arsene Wenger að stíga úr brúnni í næsta mánuði eftir að hafa stýrt félaginu í 22 ár.

Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar sem arftakar Wenger en ekkert heyrist af viðræðum félagsins við mögulega kandidata.

Veðbankar eru aftur á móti á því að Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, muni taka við liðinu þó svo hann sé með samning við Juventus til ársins 2020.

Næstir á lista hjá veðbönkum eru Luis Enrique, Brendan Rodgers, Carlo Ancelotti og Mikel Arteta.

Stjórn Arsenal ætlar að vanda valið og taka sér tíma í vinnuna. Það er því frekar ólíklegt að nýr stjóri verði kynntur á allra næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×