Innlent

Enginn fer fram gegn Sigmundi

Þórdís Valsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn í kjöri til formanns Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn í kjöri til formanns Miðflokksins. Vísir/Anton
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn í kjöri til formanns flokksins. Landsþing Miðflokksins er haldið í Hörpu um helgina og hefst klukkan 9:30 í dag. Kosningar á landsþinginu munu fara fram í dag.

Sex einstaklingar eru í framboði til embætta flokksins. Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis og þingflokksformaður Miðflokksins bjóða sig fram til varaformanns flokksins. 

Þá bjóða Anna Kolbrún Árnadóttir, Jonas Henning og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir sig fram til embættis 2. varaformanns miðflokksins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×