Enski boltinn

Mourinho finnst United fá of mikla gagnrýni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Manchester United verðskuldaði sigurinn á Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar að mati knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

„Ef við skiptum leiknum upp í hluta þá vorum við betra liðið í flestum þeirra. Eftir að við komumst yfir þá vorum við með stjórnina, jafnvel þegar þeir voru með boltann,“ sagði Mourinho eftir leikinn.

„Við töpuðum stjórninni aðeins eftir að þeir komust yfir. Ég ræddi lengi við strákana í hálfleik og við skipulögðum okkur.“

Mourinho var ánægður með stuðningsmenn United á Wembley í dag en sagðist ekki skilja afhverju liðið sæti undir svo mikilli gagnrýni.

„Við getum endað í öðru sæti deildarinnar. Það er mikið afrek með öll þessi frábæru lið í deildinni, sérstaklega fyrir lið sem hefur ekki náð því í mörg ár.“

„Þetta verður fjórði úrslitaleikur okkar á þremur árum. Svo við fáum kannski of mikla gagnrýni á okkur,“ sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

Herrera skaut United í úrslit

Manchester United leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni í fótbolta eftir sigur á Tottenham í undanúrslitunum á Wembley í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×