Innlent

Tendruðu ljós á Heimakletti í minningu Lása

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimaklettur í gærkvöldi.
Heimaklettur í gærkvöldi. Grunnskólinn í Vestmannaeyjum
Um fjörutíu krakkar, núverandi og fyrrverandi nemendur við Grunnskóla Vestmannaeyja, fóru upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til að minnast Sigurlásar Þorleifssonar. Sigurlás, eða Lási eins og hann var jafnan kallaður, starfaði lengi við grunnskólann og gegndi meðal annars stöðu skólastjóra í fimm ár.

Á heimasíðu Grunnskóla Vestmannaeyja er sagt frá framtaki krakkanna. Sigurlás varð bráðkvaddur við göngu á Heimaklett í fyrrakvöld. Óhætt er að segja að goðsögn kveðji því hann hefur verið í aðalhlutverki á Heimaey í lengri tíma ekki síst hjá knattspyrnudeild ÍBV og í menntamálum.

Fjölmargir minntust Sigurláss á samfélagsmiðlum í gær og greinilegt að þar kveður maður sem hefur haft mikil áhrif á samfélag Eyjamanna í lengri tíma.

Hópurinn sem fór upp á Heimaklett í gærkvöldi.Grunnskóli Vestmannaeyja

Tengdar fréttir

Nafn mannsins sem lést á Heimakletti

Sigurlás Þorleifsson var knattspyrnugoðsögn í Vestmannaeyjum. Þá var hann kennari og síðar skólastjóri við Grunnskólann í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×