Meistararnir brutu 100 marka múrinn með glæsibrag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Manchester City voru miklu betri en West Ham í dag
Manchester City voru miklu betri en West Ham í dag vísir/getty
Manchester City heimsótti West Ham í fyrri leik dagsins í enska boltanum á Ólympíuleikvanginn í Lundúnum og sá fram á að geta brotið 100 marka múrinn en liðið hafði skorað 98 mörk þegar kom að leiknum í dag.

Leroy Sane kom Man City á bragðið á 13.mínútu og fyrrum leikmaður Man City, Pablo Zabaleta, gerði svo sjálfsmark og um leið hundraðasta mark City á þessari leiktíð. Hinn bakvörðurinn í liði West Ham, Aaron Cresswell lagaði stöðuna skömmu fyrir leikhlé.

City hélt áfram að yfirspila West Ham í síðari hálfleik og Brasilíumennirnir Gabriel Jesus og Fernandinho náðu að koma sér á blað áður en yfir lauk. Lokatölur 1-4 fyrir Manchester City.

West Ham er aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira