Fellaini hetjan á Old Trafford eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fellaini fagnar sigurmarki sínu.
Fellaini fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty
Marouane Fellaini var herja Manchester United er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Arsenal á Old Trafford í dag. Lokatölur 2-1.

Paul Pogba kom Manchester United yfir í fyrri hálfleik eftir að Alexis Sanchez hafði skallað boltann í stöngina og United komið með yfirhöndina snemma í leiknum.

Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik en þetta var síðasti leikur Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á Old Trafford í bili að minnsta kosti.

Það var svo fyrrverandi leikmaður United, Henrikh Mkhitaryan, sem jafnaði metin fyrir Arsenal með laglegu skoti á 51. mínútu og allt jafnt. Mkhitaryan fagnaði ekki marki sínu af virðingu við fyrrum félaga.

Sigurmarkið lét bíða eftir sér því það kom ekki fyrr en í uppbótartíma er varamaðurinn Marouane Fellaini skallaði boltann glæsilega í netið eftir fyrirgjöf Ashley Young. Lokatölur 2-1.

United er nú í öðru sætinu, fimm stigum á undan Liverpool sem er í því þriðja og United á leik til góða, en Arsenal er í sjötta sætinu með 57 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira