Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr enska boltanum í gær

Arnar Geir Halldórsson skrifar
36.umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í gær með sjö leikjum þar sem boðið var upp á misfjöruga leiki.

Liverpool og Stoke City hófu daginn á markalausu jafntefli á Anfield og sömu lokatölur urðu niðurstaðan þegar Burnley fékk Brighton í heimsókn.

Crystal Palace burstaði Leicester þar sem Palace menn léku manni síðustu 40 mínúturnar eftir að Marc Albrighton fékk að líta rauða spjaldið. Á sama tíma vann Everton öruggan útisigur á Huddersfield.

Southampton vann lífsnauðsynlegan sigur þegar Bournemouth kom í heimsókn á St.Mary´s og botnlið WBA heldur áfram að safna stigum undir stjórn Darren Moore.

Samantekt gærdagsins má sjá í spilaranum efst í fréttinni og öll helstu atvik úr einstaka leikjum hér fyrir neðan.

Liverpool - Stoke 0-0
Huddersfield - Everton 0-2
Burnley - Brighton 0-0
Newcastle - WBA 0-1
Crystal Palace - Leicester 5-0
Southampton - Bournemouth 2-1
Swansea - Chelsea 0-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×