Handbolti

Ragnar skoraði sex í slæmu tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ragnar Jóhannsson og félagar í vandræðum
Ragnar Jóhannsson og félagar í vandræðum vísir/rakel ósk
Ragnar Jóhannsson og félagar í Huttenberg eru í fallsæti og töpuðu fyrir botnliði þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Huttenberg heimsótti Die Eulen Ludwigshafen og hefðu með sigri getað komið sér úr fallsæti. Svo fór hinsvegar ekki því heimamenn höfðu betur með fjórum mörkum, 32-28 eftir að hafa leitt í leikhléi, 16-12. Ludwigshafen fór því upp fyrir Huttenberg sem situr nú í neðsta sæti deildarinnar.

Ragnar er í stóru hlutverki í sóknarleik Huttenberg en hann skoraði sex mörk úr níu skotum í dag og var markahæsti maður liðsins.

Á sama tíma gerðu lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen jafntefli við Wetzlar, 25-25. Erlangen siglir lygnan sjó þó liðið sé í neðri hluta deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×