Fótbolti

Óttar Magnús opnaði markareikninginn fyrir Trelleborg | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óttar Magnús er hann handsalaði samninginn við Trelleborg.
Óttar Magnús er hann handsalaði samninginn við Trelleborg. vísir/heimasíða trelleborg
Óttar Magnús Karlsson skoraði eitt marka Trelleborgs sem lagði Norrköping 2-1 í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Margar úrslitasíður skráðu markið hins vegar á Deniss Hadzikadunic en það er alveg klárt að þetta er mark Óttar Magnúsar. Hann skallaði boltann laglega í netið eftir hornspyrnu en markið má sjá hér.

Þetta var fyrsti sigur nýliðanna í deildinni þessa leiktíðina en liðið er í þrettánda sætinu með fjögur stig. Þetta var jafnframt fyrsta mark framherjans í deildinni síðan hann kom á láni frá Molde.

Óttar var ekki eini Íslendingurinn á vellinum en í liði Norrköping eru Jón Guðni Fjóluson, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted sat á bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×