Enski boltinn

Wenger hrærður yfir móttökunum á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir þrír fyrir leikinn í dag.
Félagarnir þrír fyrir leikinn í dag. vísir/afp
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hrærður yfir þeim móttökum sem hann fékk er hann stýrði Arsenal í síðasta skipti á Old Trafford í dag.

Marouane Fellaini skoraði sigurmarkið í uppbótartíma en fyrir leikinn var mikil hátíðarhöld þar sem bæði stuðningsmenn og forráðamenn United þökkuðu Wenger fyrir keppnina í gegnum tíðina.

„Þetta var æðislegt. Þetta er bara eins og hver annar leikur fyrir mig en ég er mjög þakklátur fyrir þessa gestrisni. Þetta var mjög flott og vel gert af þeim,” sagði Wenger mjög þakklátur.

„Burt séð frá því þá kom ég hingað fyrir löngu, löngu síðan og á næsta ári mun annar maður sita á bekknum og hann mun fá fjandsamlegar móttökur. Engar áhyggjur.”

Bæði Jose Mourinho og Sir Alex Ferguson komu til Wenger fyrir leikinn og veittu honum gjafir fyrir hönd Man. Utd við hrifningu Wenger.

„Þetta var óvænt því þeir eru ekki alltaf eins og þú heldur en þetta sýnir það að lífið heldur áfram. Stundum verður það betra.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×