Enski boltinn

Firmino skrifar undir langtímasamning við Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino verður áfram í Liverpool.
Firmino verður áfram í Liverpool. vísir/afp
Það bárust góðar fréttir úr herbúðum Liverpool í dag er ljóst var að Roberto Firmino, framherji liðsins, hafði skrifað undir langtíma samning við félagið.

Firmino hfeur verið frábær á tímabilinu en hann hefur skorað 27 mörk í 50 leikjum Liverpool á leiktíðinn og verið algjörlega frábær. Ekki er gefið upp hversu langur samningurin er heldur bara að hann sé til lengri tíma.

„Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Félagið hefur tekið mig í ótrúlega átt og hér hef ég vaxið sem leikmaður með hjálp liðsins,” sagði Firmino við heimasíðu Liverpool.

Brassinn kom til Liverpool í fyrir tveimur sumrum fyrir 29 milljónir punda og hefur spilað afar vel. Honum líkar vel í Liverpool og hrósar stuðningsmönnum liðsins.

„Ég er mjög, mjög ánægður hér. Liðsfélagar mínir eru frábærir og ég er mjög þakklátur fyrir að spila fyrir þetta félag. Ég elska að spila fyrir Liverpool.”

„Stuðningsmennirnir eru frábærir og stórkostlegt að þeir styðji okkur sama hvað á dynur. Stuðningurinn á leikjum og vinnan sem þeir leggja í þetta á leikjum er falleg,” sagði Brassinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×