Enski boltinn

Nýjasti leikmaður Liverpool fékk fjórða rauða spjaldið á tímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keita þarf að hemja skapið. Annars fer ekki vel.
Keita þarf að hemja skapið. Annars fer ekki vel. vísir/getty
Miðjumaðurinn Naby Keita sem gengur í raðir Liverpool í sumar er greinilega baráttuglaður því í gær fékk hann fjórða rauða spjaldið sitt á tímabilinu.

Keita, sem leikur með RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni, fékk rautt spjald í leik Leipzig gegn Mainz. Hann fékk tvö gul spjöld á tveimur mínútum.

Þetta var fjórða rauða spjald Keita á tímabilinu og það er ljóst að þetta sé eitthvað sem Jurgen Klopp þarf að stjórna betur hjá Keita á næstu leiktíð.

Keita fékk tvö rauð spjöld í leikjum Leipzig og eitt fyrir landslið Gíneu á rúmum mánuði fyrr í vetur, frá 16. september til 25. október. Ótrúlegt og greinilega að Keita er blóðheitur.

Liverpool staðfesti í ágúst að Keita myndi ganga í raðir liðsins næsta sumar en Liverpool borgar 48 milljónir punda fyrir leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×