Enski boltinn

Tottenham má ekki misstíga sig | Upphitun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er einn leikur á dagskrá í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn er jafnframt síðasti leikur umferðarinnar sem byrjaðií hádeginu á laugardag.

Í kvöld fær Tottenham Watford í heimsókn og leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport/HD. Leikurinn hefst klukkan 19.00.

Tottenham er í fjórða sætinu og þarf nauðsynlega á stigunum að halda því Chelsea er að anda í hálsmálið á þeim. Tottenham er með 68 stig og Chelsea 66.

Tottenham á þó einn leik til góða en liðið má ekki misstíga sig mikið meira ætli liðið sér ekki að missa fjórða sætið til Chelsea. Fjórða sætið gefur Meistaradeildarsæti.

Watford er í tólfta sætinu með 38 stig og er í góðum málum. Þeir hafa unnið tíu af 35 leikjum sínum á tímabilinu og sigla lygnan sjó.

Upphitun fyrir leikinn má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×