Erlent

Loka alræmdri vændissíðu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi síða kemur nú upp þegar reynt er að fara inn á Backpage.
Þessi síða kemur nú upp þegar reynt er að fara inn á Backpage. Skjáskot
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lokað á smáauglýsingasíðuna Backpage.com. Frá þessu greindi Reuters í gær. Lokunin tengist rannsókn lögregluyfirvalda þar í landi á mansali en vændisauglýsingar voru algengar á Backpage.

Carl Ferrer, forstjóri Backpage, var handtekinn árið 2016, grunaður um brot á lögum um mansal. Hefur síðan verið kölluð verkfæri mansalshringja.

Fréttablaðið greindi frá því árið 2016 að á íslenskri undirsíðu Backpage væru vændisauglýsingar tíðar. Sagði Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, þá að mikið hefði verið af uppfærslum á þeim tíma.

Sé litið aftur í tímann með aðstoð Archive.org, sem vistar afrit af vefsíðum, má sjá að sú virkni var enn til staðar stuttu áður en síðunni var lokað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×