Sport

Ronda: Er svo fegin að hafa tapað gegn Holly og Amöndu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronda er sögð hafa stolið senunni á sínu fyrsta kvöldi hjá WWE.
Ronda er sögð hafa stolið senunni á sínu fyrsta kvöldi hjá WWE. wwe
Ronda Rousey hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tapbardaga sína hjá UFC en eftir frumraun sína hjá WWE þá opnaði hún sig loksins.

„Hjá UFC var þetta ég gegn öllum heiminum í einstaklingsíþrótt. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en ég er svo fegin að hafa tapað gegn Holly og Amöndu því það leiddi mig hingað,“ sagði Ronda hamingjusöm eftir að hafa stolið senunni á WWE-kvöldi.

„Það er ástæða fyrir öllu sem gerist og ég er svo þakklát. Ég hélt ég yrði aldrei þakklát fyrir að tapa en tíminn er góður kennari. Ég er feginn að hafa beðið og andað rólega í stað þess að gefast upp þar sem mér fannst allt vera búið. Mitt ráð til fólks sem þjáist er að gefa þessu tíma. Maður veit aldrei hvað gerist og hvar maður endar.“

Kvöldið fyrir frumraun Rondu var bardagakvöld hjá UFC þar sem Rose Namajunas varði titil sinn gegn Joanna Jedrzejczyk. Ronda horfði að sjálfsögðu á og er stolt af því hvar kvenna MMA er statt í dag en hún plægði veginn.

„Ég er svo rosalega stolt af þeim. Þeir eru svo frábærir fulltrúar íþróttarinnar. Konur eins og þær er nákvæmlega það sem MMA þarf á að halda. Þetta voru eins og skilaboð til mín að mér væri orðið óhætt að halda mína leiði.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×