Innlent

Rannsaka kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku á Vogi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Grunur er um að eldri sjúklingur hafi beitt stúlkuna ofbeldi þegar hún var á Vogi í áfengis- og vímuefnameðferð.
Grunur er um að eldri sjúklingur hafi beitt stúlkuna ofbeldi þegar hún var á Vogi í áfengis- og vímuefnameðferð. vísir/e.ól
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar ætlað kynferðisbrot gegn sextán ára stúlku sem átti sér stað inni á sjúkrahúsinu Vogi í lok febrúar. Hulda Elsa Björginsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Fyrst var greint frá málinu á DV í byrjun mars, en grunur er um að eldri sjúklingur hafi beitt stúlkuna ofbeldi þegar hún var á Vogi í áfengis- og vímuefnameðferð.

Í frétt DV segir að á upptökum úr öryggismyndavélum megi sjá að maðurinn hafi verið í samskiptum við stúlkuna og farið með hana afsíðis.

Sérstök unglingadeild er starfrækt á Vogi með ellefu sjúkrarúmum. Deildin er aðskilin öðrum deildum en unglingarnig eiga þó í samskiptum við eldri sjúklinga á meðan á vist þeirra stendur á Vogi. Til að mynda nota þeir sama reykingarsvæði og borða í sama matsal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×