Innlent

Opna aftur göngustíg niður að Gullfossi

Kjartan Kjartansson skrifar
Unnið hefur verið að viðgerðum á stígnum undanfarið.
Unnið hefur verið að viðgerðum á stígnum undanfarið. Umhverfisstofnun
Göngustígur sem liggur niður að Gullfossi verður opnaður aftur kl. 9 í dag, að sögn Umhverfisstofnunar. Stígurinn hefur verið lokaður undanfarnar vikur vegna viðgerða.

Mikill klaki hefur verið á stígnum eftir snjóþungan vetur en klakinn er nú að mestu horfinn, að því er segir í frétt á vef stofnunarinnar.

Starfsfólk Umhverfisstofnunar hefur unnið að því síðustu daga að fjarlægja grjót sem fallið hefur á stíginn. Þá hafa girðingar verið lagaðar og svæðið hreinsað eftir veturinn.

Þrátt fyrir að stígnum hafi verið lokað með skilti þar sem varað var við hættulegu ástandi á honum hunsuðu margir ferðamenn lokunina. Vísir birti meðal annars myndband í janúar sem sýndi ferðamenn virða lokunina að vettugi.

Mikill klaki hafði gert stíginn hættulegan ferðafólki í vetur.Umhverfisstofnun

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×