Innlent

Ferðamenn hunsa lokunarskilti við Gullfoss

Samúel Karl Ólason skrifar
Skiltið virðist ekki hafa tilætluð áhrif.
Skiltið virðist ekki hafa tilætluð áhrif.
Ferðamenn við Gullfoss virðast hunsa lokunarskiltið sem hefur verið komið þar fyrir. Á myndbandi sem Vísir fékk sent í gær má sjá fjölda ferðamanna ganga niður að fossinum og út á klettinn sem er við fossinn, þrátt fyrir að svæðinu hafi verið lokað vegna hættulegs ástands sökum hálku.

Umræddir ferðamenn klifruðu yfir hlið sem stígnum að Gullfossi hafði verið lokað með. Á því hliði er skilti og á því er varað hættulegu ástandi og tekið fram að það varði lög að fara fram hjá því.

Petra Albrecht, frá Hollandi sem keyrir fyrir Grayline, tók meðfylgjandi myndband við Gullfoss í gær. Hún segir að fólk hafi ítrekað klifrað yfir lokunarskiltið eða farið í gegnum girðinguna á þeim tuttugu mínútum sem hún var á svæðinu.

Þó mjög hált hafi verið segist Petra ekki hafa séð neinn detta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×