Lífið

Jimmy Fallon agndofa yfir myndum frá Íslandsferð Joe Manganiello

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jimmy Fallon var agndofa yfir hasarnum í Íslandsferð leikarans Joe Manganiello.
Jimmy Fallon var agndofa yfir hasarnum í Íslandsferð leikarans Joe Manganiello. Vísir/Skjáskot

Bandaríski leikarinn Joe Manganiello, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem varúlfurinn Alcide Herveaux í sjónvarpsþáttunum True Blood, fór fögrum orðum um Ísland í spjallþættinum The Tonight Show í vikunni.

Sjá einnig: Íslandsferð varúlfsins „ótrúlegasta ævintýri lífsins“

Manganiello, sem heimsótti Ísland í fyrra eins og frægt er orðið, hafði meðferðis ljósmyndir sem teknar voru af dvölinni. Jimmy Fallon, stjórnandi þáttarins, var agndofa yfir myndunum „Varstu á Mars? Er þetta húsið hans Elons Musks?“ spurði Fallon þegar leikarinn geðþekki sýndi honum mynd af sér að hjóla í mosagrónu hrauni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Manganiello ræðir Íslandsferðina en stuttu eftir heimkomu í fyrra lýsti hann henni sem „ótrúlegasta ævintýri lífsins.“ Hann virtist enn á sama máli í settinu hjá Fallon.

„Ég varð í raun sex dögum utandyra,“ sagði Manganielloum ferðina. „Við sváfum í hellum. Ef þú þurftir að fara á klósettið klukkan fjögur að morgni þá varðstu að þramma í gegnum blindbyl og út í dal til að ljúka þér af.“

Þá ræddi hann líka kjakasiglingu við rætur „stærsta jökuls í Evrópu,“ og ísklifur inni í téðum jökli, sem hann lýsti sem háskaleik. Fallon þótti greinilega mikið til koma og sagði slíka ferð myndu breyta lífi sínu til frambúðar.

Viðtal Fallon við Manganiello má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.