Innlent

Ungar konur leituðu helst aðstoðar vegna ofbeldis

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Alls voru 74% mála sem lentu á borði Bjarkahlíðar í fyrra vegna heimilisofbeldis. Myndin er sviðsett.
Alls voru 74% mála sem lentu á borði Bjarkahlíðar í fyrra vegna heimilisofbeldis. Myndin er sviðsett. Vísir/Getty
Um fimmhundruð ofbeldismál komið inná borð Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir fullorðna þolendur ofbeldis, á rúmu einu ári. Flest þeirra eru vegna heimilisofbeldis. Sérfræðingur á stöðinni segir að stærsti hópur þolenda séu ungar konur.

Starfsemi Bjarkahlíðar hófst þann 1. febrúar á síðasta ári en þar er veittur stuðningur og ráðgjöf vegna ofbeldis. Á síðasta ári komu 316 ofbeldismál inná borð Bjarkahlíðar og það sem af er ári eru málin orðin hátt í tvöhundruð. 

Hafdís Inga Hinriksdóttir, félagsráðgjafi og sérfræðingur Bjarkarhlíðar segir að 74% málanna hafi verið vegna heimilisofbeldis á síðasta ári. Nákvæmar tölur liggi ekki fyrir það sem af er ári en stærsti hlutinn sé enn vegna heimilisofbeldis.

Níu af hverjum tíu sem leita til Bjarkahlíðar eru konur.

„Við erum að fá einstaklinga á öllum aldri en langstærsti hópurinn hjá okkur er á aldrinum 18 til 29 ára,“ segir Hafdís Inga.

Klámvæðing hefur mikil áhrif og eltihrellar algengir

Hún segir ástæðurnar fyrir því að fólk beiti ofbeldi af ýmsu tagi.

„Við auðvitað vitum að ofbeldi getur af sér ofbeldi þannig að oft eru þetta kannski einstaklingar sem þekkja ekki neitt annað en svo er líka okkar tilfinning að klámvæðingin sé að hafa ansi mikil áhrif,“ segir hún.

Ofbeldið lýsi sér á margan hátt en eitt standi þó uppúr.

„Við erum að sjá mjög mikið af eltihrellum þar sem er hreinlega verið að ofsækja fólk, jafnvel eftir að sambandi lýkur,“ segir Hafdís Inga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×