Sport

Sigurvegari Boston maraþonsins hinkraði á meðan keppinautur hennar fór á klósettið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Desiree Linden var kát eftir sigurinn.
Desiree Linden var kát eftir sigurinn. Vísir/EPA
Desiree Linden varð fyrsta bandaríska konan í þrjá áratugi til að vinna Boston maraþonið en hún vakti líka mikla athygli fyrir íþróttamannslega framkomu í hlaupinu sjálfu.

Desiree Linden hljóp með löndu sinni Shalane Flanagan sem hafði unnið New York maraþonið á dögunum. Allt í einu sást Shalane Flanagan hlaupa út úr brautinni og inn í ferðaklósett.

Desiree Linden hefði þarna átt að fá möguleika á að ná smá forskoti á keppinaut sinn en ákvað frekar að bíða.

„Hún lét mig vita að hún væri að fara á klósettið. Ég hugsaði bara að það væri að hægjast á hlaupinu en ef það gerðist ekki þá myndi ég reyna að hjálpa henni að komast aftur inn í hópinn,“ sagði Linden.





Flanagan var fljót að ljúka sér af og klósettferðin tók aðeins fimmtán sekúndur. Það var grenjandi rigning á meðan hlaupinu stóð og að það hægði talsvert á hraðanum sem kom sér vel fyrir þær Linden og Flanagan.

„Des þurfti ekki að bíða eftir mér. Það var mjög hugulsamt hjá henni að gera það,“ sagði Flanagan.

Biðin kom ekki í veg fyrir að Linden vann hlaupið á 2:29;54 klukkutímum en hún kom í mark fjórum mínútum á undan Sarah Sellers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×