Enski boltinn

Alonso líklega í bann fyrir að traðka á andstæðingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alonso er her í leiknum gegn Southampton.
Alonso er her í leiknum gegn Southampton. vísir/getty

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað nú í hádeginu að kæra Marcos Alonso, varnarmann Chelsea, fyrir ofbeldisfulla hegðun á vellinum.

Það var ekki annað að sjá en að Alonso hefði staðið ofan á kálfa Shane Long, leikmanni Southampton, í leik liðanna á dögunum.

Staðan var þá 2-0 fyrir Southampton og Alonso verulega pirraður. Chelsea snéri síðan dæminu við og vann 3-2.

Ef Alonso verður dæmdur í bann mun hann missa af undanúrslitaleik gegn sama liði í bikarnum á sunnudag. Alonso hefur sólarhring til þess að verja sitt mál.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.