Enski boltinn

Alonso líklega í bann fyrir að traðka á andstæðingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alonso er her í leiknum gegn Southampton.
Alonso er her í leiknum gegn Southampton. vísir/getty
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað nú í hádeginu að kæra Marcos Alonso, varnarmann Chelsea, fyrir ofbeldisfulla hegðun á vellinum.

Það var ekki annað að sjá en að Alonso hefði staðið ofan á kálfa Shane Long, leikmanni Southampton, í leik liðanna á dögunum.

Staðan var þá 2-0 fyrir Southampton og Alonso verulega pirraður. Chelsea snéri síðan dæminu við og vann 3-2.

Ef Alonso verður dæmdur í bann mun hann missa af undanúrslitaleik gegn sama liði í bikarnum á sunnudag. Alonso hefur sólarhring til þess að verja sitt mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×