Enski boltinn

Fór inn á völlinn í hálfleik og bað klappstýru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klappstýra á leik í NBA-deildinni. Nú eru þær komnar líka á leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Klappstýra á leik í NBA-deildinni. Nú eru þær komnar líka á leiki í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty
„The Crystals“ eru klappstýruhópur enska úrvalsdeildarliðsins Crystal Palace og þær halda uppi fjörinu á öllum heimaleikjum liðsins á Selhurts Park.

Sýningin þeirra í leik á móti Brighton á dögunum var þó óvenjuleg í meira lagði því þá birtist óvæntur gestur á grasinu.

Sá hét sami heitir Ian Talbot og er kærasti klappstýrunnar Gemmu Keen.

Ian fór inn á völlinn í hálfleik þegar „The Crystals“ voru að skemmta áhorfendurm fór niður á annað hnéð og bað Gemmu.

Gemma Keen sagði já við mikinn fögnuð áhorfenda á Selhurts Park eins og sjá má hér fyrir neðan en Crystal Palace setti myndband af boðorðinu inn á Twittersíðu sína,









Hér fyrir neðan má einnig sjá myndband sem Crystal Palace setti inn á Youtube síðu félagsins.

Það er öruggt að þau Ian og Gemma gleyma ekki þessum degi svo glatt og hver veit nema að brúðkaupið fari jafnvel fram á Selhurst Park líka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×