Fótbolti

Hannes Þór hélt hreinu gegn Lyngby

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson stóð á milli stanganna þegar Randers vann 2-0 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Georgíumaðurinn Saba Lobzhanidze skoraði tvö mörk á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki og 2-0 sigur Randers staðreynd.

Liðin enduðu í neðri hluta deildarkeppninnar og eru því ekki í sex liða úrslitakeppni um meistaratitilinn. Randers er nú komið með 23 stig en er átta stigum á eftir næstu liðum.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×