Fótbolti

Elías Már með tvennu í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Már Ómarsson í landsleik
Elías Már Ómarsson í landsleik vísir/getty
Boðið var upp á Íslendingaslag í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar Elías Már Ómarsson og félagar í Gautaborg heimsóttu Óttar Magnús Karlsson og félaga í Trelleborg.

Á 21.mínútu kom Elías Már gestunum í 1-0 en Zoran Jovanovic jafnaði fyrir Trelleborg undir lok fyrri hálfleiks. 

Elías Már kom Gautaborg aftur í forystu í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning Tobias Hysen. Vajeba Sakor gerði svo út um leikinn með þriðja marki Gautaborg á 72.mínútu.

Elías Már og Óttar Magnús léku allan leikinn og sá síðarnefndi nældi sér í gult spjald undir lok leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×