Fótbolti

Rúnar Alex stóð í markinu í svekkjandi tapi á Parken

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson Vísir/Getty
Rúnar Alex Rúnarsson var á sínum stað á milli stanganna hjá Nordsjælland þegar liðið heimsótti stórlið FCK á Parken í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Nordsjælland komst yfir á 37.mínútu með marki Ernest Asante og þannig hélst staðan allt þar til á 71.mínútu þegar Rasmus Falk jafnaði fyrir heimamenn eftir undirbúning Viktor Fischer.

 

Nordsjælland lék síðustu mínúturnar manni færri þar sem Mikkel Damsgaard fékk að líta rauða spjaldið á 83.mínútu. Heimamönnum tókst að nýta sér liðsmuninn því Federico Santander gerði sigurmarkið þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 2-1 fyrir FCK.

Þremur stigum munar á Nordsjælland og FCK í 3. og 4.sæti deildarinnar en Midtjylland og Bröndby eru langefst í efstu tveimur sætunum með tíu stigum meira en Nordsjælland í 3.sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×