Fótbolti

Jafnt hjá Heimi í grannaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar og þjálfar nú í Færeyjum.
Heimir er einn sigursælasti þjálfari Íslandssögunnar og þjálfar nú í Færeyjum. vísir/anton
Heimir Guðjónsson stýrði sínum mönnum í HB til jafnteflis þegar liðið mætti nágrönnum sínum í B36 en félögin deila heimavelli í Gúndadal í Þórshöfn.

Lærisveinar Heimis lentu undir snemma leiks en Símun Samuelssen, fyrrum leikmaður Keflavíkur, jafnaði fyrir HB í upphafi síðari hálfleiks og reyndust það einu mörk leiksins en B36 klúðraði tveimur vítaspyrnum í leiknum. Lokatölur 1-1.

Brynjar Hlöðversson lék allan leikinn fyrir HB sem hefur fjögur stig eftir þrjár umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×