Fótbolti

Arnór Ingvi tryggði Malmö sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Ingvi fer vel af stað í Svíþjóð
Arnór Ingvi fer vel af stað í Svíþjóð vísir/heimasíða MFF
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö þegar liðið heimsótti Elfsborg í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Mattias Svanberg kom Malmö yfir strax á 2.mínútu en Viktor Prodell jafnaði fyrir heimamenn á 17.mínútu. 

Skömmu síðar, eða á 24.mínútu var komið að Arnóri Ingva en hann skoraði þá eftir undirbúning Markus Rosenberg. Reyndist það sigurmark leiksins þar sem ekkert meira var skorað. Arnóri var svo skipt af velli á 86.mínútu.

Elfsborg lék manni færri síðustu tíu mínúturnar þar sem Stefan Ishizaki fékk að líta rauða spjaldið á 81.mínútu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×