Handbolti

Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valur sigraði Hauka 22-20 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld.

Snemma í seinni hálfleik var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum, en brot Gerðar leit þó ekki út fyrir að hafa verið gert í þeim tilgangi að meiða Bertu, heldur aðeins í baráttu um boltann.

Elías Már Halldórsson, þjálfari Hauka, var mjög ósáttur með brotið í viðtali eftir leikinn og sagðist vilja sjá Gerði fá leikbann fyrir brotið.

„Tveggja fóta tækling út á miðjum velli, ef hún fær ekki tvo, þrjá leiki í bann væri það fáránlegt.“

Elías sagðist ekki vita hver staðan væri á Bertu. Hann bjóst alveg eins við því að hún yrði út það sem eftir er miðað við hvernig meiðslin litu við honum við fyrstu sýn. Berta var valinn efnilegasti ungi leikmaður deildarinnar af Seinni bylgjunni eftir deildarkeppnina og er mikið skarð í Haukaliðið.

Brotið, og viðtalið við Elías, má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×