Lífið

JóiPé og Króli sjá eftir myndatöku við brunann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Félaganir með reykinn í bakgrunni.
Félaganir með reykinn í bakgrunni. vísir/birgir

Rappararnir JóiPé og Króli kíktu á vettvang brunans í Miðhrauni 4 þar sem eldur logar enn í rúmlega 5000 fermetra húsnæði. Þeir félagar segjast hafa verið staddir í nágrenninu að taka upp myndband við lag sitt Þráhyggju í morgun.

Króli segir í samtali við Vísi að þeir hafi í framhaldinu haldið að brunanum þar sem teknar hafi verið tvær ljósmyndir. Þeir hafi í framhaldinu séð að sér og ekki fundist smekklegt það sem þeir höfðu gert.

„Þetta var 100 prósent rangt,“ segir Króli í samtali við Vísi. Myndirnar verði ekki notaðar á neinn hátt í tónlistarstarfi þeirra.

„Svona bruni er ekki eitthvað sem maður á að notfæra sér,“ segir Króli fullur iðrunar.

Eldurinn kviknaði á níunda tímanum en um er að ræða atvinnuhúsnæði í Garðabæ. Að sögn sjónarvotta varð mikil og hávær sprenging.

Slökkvilið hefur beðið fólk um að halda sig frá vettvangi brunans en aðstæður eru erfiðar. Allar líkur eru taldar á því að húsið sé ónýtt.

Fréttin var uppfærð klukkan 11:32 eftir að rætt var við Króla. Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að þeir væru að taka upp myndband á vettvangi brunans. Króli segir að þeir hafi verið að taka upp myndbandið í nágrenninu.

Myndbandið sem Jói Pé og Króli voru að skjóta í morgun kemur út 16. apríl. vísir/birgir
Félaganir á vettvangi í dag.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.