Tvenna Eriksen tryggði Tottenham sigurinn

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar
Christian Eriksen var frábær í dag
Christian Eriksen var frábær í dag Vísri/Getty
Harry Kane var mættur aftur í byrjunarlið Tottenham þegar liðið sótti Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham hefur ekki tapað leik í deildinni síðan um miðjan desember.

Christian Eriksen kom Tottenham á bragðið með marki á 52. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik. Dele Alli fann hlaupið hjá Eriksen sem þrumaði boltanum í netið.

Það tók heimamenn í Stoke þó ekki nema fimm mínútur að jafna metin. Frábær sending Xherdan Shaqiri inn fyrir varnarlínu Tottenham. Hugo Lloris kemst inn í sendinguna en þrumar hreinsun sinni beint í Mame Diouf sem þurfti bara að hitta á rammann til þess að skora í autt marknetið.

Hugo Lloris má taka stóran skammt af skömminni fyrri þetta mark en varnarlína Tottenham var mjög há í leiknum og bauð upp á sendinguna frá Shaqiri.

Með menn eins og Christian Eriksen og Harry Kane í liði andstæðinganna ertu þó aldrei öruggur og á 63. mínútu átti Eriksen frábæra aukaspyrnu inn í teiginn sem endar í marknetinu. Harry Kane virðist hafa komið aðeins við boltann og hann fékk markið upphaflega skráð á sig, en því var breytt og á Daninn Eriksen heiðurinn að markinu.

Xherdan Shaqiri var hársbreidd frá því að jafna aftur fyrir Stoke en hann skaut í þverslánna beint úr aukaspyrnu á loka mínútum leiksins.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að sigurmark Tottenham var skráð á Christian Eriksen.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira