Enski boltinn

Salah gæti misst af grannaslagnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mohamed Salah hefur skorað 38 mörk í öllum keppnum í vetur
Mohamed Salah hefur skorað 38 mörk í öllum keppnum í vetur vísir/getty
Ekki er víst að Egyptinn Mohamed Salah verði með Liverpool í grannaslagnum gegn Everton á morgun.

Salah, sem er í forystu í keppninni um gullskóinn, meiddist í sigri Liverpool á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í vikunni og Jurgen Klopp vill ekki taka neina sénsa með markahrókinn.

„Ég get ekki gert Mo tilbúinn bara afþví þetta er nágrannaslagur. Ég myndi aldrei gera það, það er ómögulegt,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool og Everton sem fram fer á Goodison Park í hádeginu á morgun.

„Ef það er efi um ástandið á honum þá tekur hann ekki þátt. Það er þannig með alla leikmenn okkar. Ef þeir eru ekki 100 prósent tilbúnir þá eru þeir ekki með.“

„Ég held að stuðningsmennirnir okkar vilji ekki að við þvingum hann til þess að taka þátt bara afþví þetta er nágrannaslagur.“

Klopp getur farið með hans menn upp í annað sæti deildarinnar, að minnsta kosti tímabundið, með sigri á Everton. Leikur liðanna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 11:20 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×