Enski boltinn

Guardiola: Hefði viljað auðveldari andstæðing en United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola vann deildarbikarinn fyrr í vetur. Hann getur bætt í safnið í kvöld
Pep Guardiola vann deildarbikarinn fyrr í vetur. Hann getur bætt í safnið í kvöld vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefði viljað spila gegn öðrum andstæðingi en Manchester United til að tryggja Englandsmeistaratitilinn.

Guardiola getur unnið ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn með sigri á Manchester United í dag. Jafntefli eða tap þýðir að Guardiola og hans menn þurfa að bíða lengur eftir því að fagna titlinum.

„Ég hefði viljað spila við annan andstæðing. Á milli leikjanna við Liverpool hefði ég viljað fá heimaleik á móti öðru liði, ekki sterkum andstæðingi eins og United,“ sagði Guardiola við Sky Sports.

Liverpool vann 3-0 sigur á City á Anfield á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mætast aftur á þriðjudag.

„Við hefðum kosið andstæðing sem er ekki eins krefjandi til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn við Liverpool. Svo mætum við Tottenham næst.“

„Ef við hugsum of mikið um það að við gætum orðið meistarar þá töpum við. Dagurinn í dag snýst um að einbeita sér að verkefninu fram undan,“ sagði Pep Guardiola.

Leikur Manchester City og Manchester United er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 16:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×