Enski boltinn

Allardyce: Vorum óheppnir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lukkudísirnar voru ekki með stóra Sam í dag.
Lukkudísirnar voru ekki með stóra Sam í dag. Vísir/Getty
Sam Allardyce segir sína menn hafa verið óheppna að taka ekki fyrsta sigurinn gegn Liverpool í átta ár þegar liðin mættust á Goodison Park í hádeginu.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Everton átti nokkur hættuleg marktækifæri á síðustu mínútum leiksins.

„Þegar þú klárar leik eins sterkt og við gerðum og setur pressu á Liverpool þá er hægt að segja að við höfum verið óheppnir. Sérstaklega með skallan frá Cenk Tosun og færi Dominic Solanke,“ sagði Allardyce eftir leikinn.

„Við lögðum upp með að loka á sóknarafl Liverpool og búa okkur til færi. Þegar þú misnotar færin þá eru það ákveðin vonbrigði. Ef við hefðum nýtt færin værum við að horfa á allt annan leik.“

„Við spiluðum mun betur í seinni hálfleik, mættum Liverpool og sóttum á þá í stað þess að verjast of varfærnislega.“

Wayne Rooney var tekinn af velli eftir 57 mínútur og var mjög ósáttur með þá ákvörðun Allardyce.

„Við þurftum ferskar lappir. Ef við hefðum ráðið ferðinni síðasta korterið hefðum við getað unnið. Svona er fótboltinn. Wayne er skiljanlega vonsvikinn en ég tek ákvarðanirnar og ég tel okkur hafa gert rétt í skiptingunum í dag,“ sagði Sam Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×