Erlent

Eldri maður handtekinn grunaður um að hafa haldið syni sínum í búri í 20 ár

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sonurinn, sem í dag 42 ára, glímir í dag við bakvandamál. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Sonurinn, sem í dag 42 ára, glímir í dag við bakvandamál. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/afp
Japanska lögreglan hefur handtekið 73 ára gamlan mann sem grunaður er um að hafa lokað andlega veikan son sinn inni í búri í yfir tuttugu ár. Sonurinn er í dag 42 ára gamall og glímir við andleg veikindi af ýmsum toga.

Hinn handtekni, Yoshitane Yamasaki, reyndi að réttlæta gjörðir sínar með því að segja að drengurinn hafi á stundum verið ofbeldisfullur vegna veikinda sinna.

Á vef breska ríkisútvapsins BBC segir að trébúrið hafi verið um einn metri að hæð og tveir metrar á breidd. Búrið var við hliðina á kofa fyrir utan húsnæði Yamasaki í borginni Sanda.

Maður á vegum borgarinnar heimsótti Yamasaki og í henni varð honum ljóst að syninum væri haldið föngnum í búrinu. Hann tilkynnti þetta til yfirvalda og í kjölfarið var syninum veitt frelsi.

Yamasaki sætir varðhaldi fyrir að lokað son sinn í búri í 36 klukkustundir í janúarmánuði.

Yamasaki gengst við að hafa haldið syni sínum í lokuðu búri en segir að hann hafi gefið honum mat daglega og baðað hann annan hvern dag.

Sonurinn er í dag í umsjá yfirvalda en þjáist af bakvandamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×