Fótbolti

Eggert Gunnþór vann Hannes og félaga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar náðu í mikilvæg stig
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar náðu í mikilvæg stig vísir/getty
Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í SönderjyskE höfðu betur gegn Hannesi Þór Halldórssyni og liðsmönnum í Randers í fallslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mads Hvilsom skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu fyrir heimamenn í SönderjyskE.

Randers er í þriðja og næst síðasta sæti í öðrum fallbarátturiðli dönsku deildarinnar. Liðin tvö í síðustu sætunum þegar öll fjögur lið hafa leikið heima og heiman við hvort annað fara í umspil við liðin úr hinum riðlinum og toppliðum 1. deildar um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

SönderjyskE er í öðru sætinu með 11 stiga forystu á Randers þegar fjórar umferðir eru eftir. Sigurinn í dag var því risa stór í baráttunni og fór langt með að tryggja sæti SönderjyskE í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×